sunnudagur, júlí 28, 2002
In The Ghetto\\\
Vaknaði kl. 1220 í morgun við hádegisfréttir Ríkisútvarpsins en þá kom þessi frétt, "18 ára gamall piltur dúsir í fangageymslum lögreglunnar en hann stakk jafnaldra sinn í bakið í nótt um 0400 leitið" ! Og ekki nóg með það, heldur gerðist þetta í Breiðholtinu (ábyggilega í Fellunum) !
Hitti svo ReyniOgRagga áðan en ég var alveg viss um að fyrrum mestu villingar StórReykjavíkursvæðisins vissu hver hafði verið þarna að verki....en viti menn, þeir vissu ekki ein sinni af þessu ! Svo var ég líka að pæla í einu, hver fer að stinga einhvern í bakið, eru menn ekki yfirleitt stungnir í magan eða brjóstið ! Þetta hafa verið einhverjir kolruglaðiir naggar, en ætla þó að komast að því hverjir voru þarna að verki !
Annars man ég voða lítið eftir gærnóttinni, þó sniðugt að blogga alltaf þegar maður kemur heim af djamminu til þess að skoða hvað maður hefur verið að aðhafast kvöldið áður !



