laugardagur, júlí 27, 2002
Breiking Njúvs\\\
Já við rjúfum þessa útsendingu á Fellaneti til að koma með eina hörkufrétt ! Fékk skilaboð frá Spánarfaranum Súsönnu að hótelið sem þær gista á ætlar að henda Fellaliðinu öfugu út ef það berst ein kvörtun út af þeim í viðbót ! Já, eins og ég sagði í seinasta fréttaþætti þá fann ég þetta alltaf á mér að eitthvað myndi fara úrskeiðis.....þó verður gaman að sjá hvað verður um liðið ef því verður hent út, en við skulum bara vona það að það gerist ekki....munið það bara Spánarfarar að við strákarnir styðjum ykkur 110% í þessari baráttu við hótelkeðjuna DelRioCasaHotelso !!