fimmtudagur, júlí 18, 2002
Búið ykkur undir enn eitt breitingaskeiðið á BinniErInni\\\
Fékk fyrstu kvörtun vegna bloggleysisins hér á síðunni ! SpænskaGrúppan hringdi rétt í þessu alveg öskuillar og vildu fá fréttir úr Fellunum, og hvað gerir maður ekki fyrir vinkonur sínar til margra ára ! Síðan verður semsagt með með svolítið öðru sniði sem eftir lifir sumars ! Í stað þess að fjalla um líf mitt og yndi þá verður hún um daglegt "Fellalíf" ! Verður einskonar upplýsingavefur ! Þó er ykkur fastagestunum enn velkomið að líta við á síðuna þó þessi straumhvörf eigi eftir að eiga sér stað...! Verð örugglega bara aktívari í blogginu ef eitthvað er !



