þriðjudagur, júní 25, 2002
Sólgleraugu í bíó\\\
Nú er annarhvernsdagsbloggarinn mættur aftur eftir pínu hlé. Og nú er hann í ham því ég skrapp í Smárabíó í gær á BruceWillismyndina og lenti enn einu sinni í þessu fjárans Lazershow-i og nú var ég pirraður, tvöfalt pirraðri en á venjulegu lasersjói því kastararnir lýstu alltaf beint í augun á manni og stundum blikkuðu þeir þegar það kom svona ÚMM ÚMM ÚMM í eurotrashibizalaginu sem spilað var undir ! Úff, hvað þetta drasl fer í pirrurnar á mér, heyrði það líka á áhorfendum að þeir stundu þegar rek blés út um götin og Svalaröddin bauð okkur velkomin í kyngimagnað Lasershow ! Af hverju selja þeir ekki búnaðin í eitthvað bíó út á land eða á einhvern E-pillutransstað !?? Svaraðu því stjórnarformaður Norðurljósa, svaraðu því....!
///Einn pirraður