laugardagur, júní 22, 2002
Komdu þér út héðan...\\\
Whooo...maður verður að fara blogga eitthvað að viti áður en einhver af góðkunningjum mínum hendir mér úr linkabúnkanum sínum fyrir fullt og allt, rétt eins og fór fyrir GunnaOl eða Gajol, en hann var komin ofarlega í linkabunkann hjá ToggaPop en var síðan hent út þaðan vegna bloggleysis ! Fór hinsvegar á laugavegin áðan með Systu og viti menn, ég sá bara engan annan en Daníel fyrrum GusGusmeðlim ! Sá var flottur á því, hann var með nýju kærustunni sinni og það var eins og þau voru klippt úr auglýsingu í nýjasta Vouge eða eitthvað ! Alveg mögnuð sýn ! .....Jæja, ég er farinn að væta kverkarnar heima hjá Kobba mág en hann var að útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá HÍ !