fimmtudagur, júní 27, 2002
Komdu inn á FM 885..!=!=!=
Er búin að vera hlusta á Múzik í allan dag og mikið djöfull fara allar þessar auglysingar á stöðinni í taugarnar á mér, í fyrsta lagi auglýsa þeir bara sjálfan sig, svo auglýsa þeir náttúrulega móðurfyrirtæki sitt eða SkjáEinn og síðast enn ekki síst Sambíóin því Íslenska Sjónvarpsfélagið gerði náttúrulega stóran samning við ÁrnaSam og co. ! Þetta fer verulega mikið í pirrurnar mínar þrátt fyrir það er þetta mjög góð stöð, hugmyndin líka góð að leyfa fólkinu að velja, þó ekki alveg nógu góð því það nennir engin að fara á netið og fá helling af ruslpósti um dagskrá SkjásEins aðeins til þess að fá að hlýða á eitt lag !