mánudagur, júní 10, 2002
AnnarHversdagsblogg\\\
Já, það má með sanni segja að maður sé orðin sannur annarhversdagsbloggari. Eflaust hafa margir komið í gær og viljað vita hvernig Laugardagskvöldið hafi farið fram hjá mér ! Annars var það bara alveg mögnuð skemmtun, við vorum ekki nógu góðir til þess að vera á gestalistanum hennar Siggu (HárOgSmink ehf.) til þess að komast frítt inná Bocha (Bacha) kvöldið og skruppum við hinsvegar á Nelly's og vá hvað sá staður sökkar ! Alveg ömuleg tónlist þarna og asnalegt lið þó skemmti ég mér bara konunglega. Svo endaði bara kvöldið með stæl fyrir framan Vöflubarinn en þar hittum við Dóri allan O.J. bekkinn eins og hann lagði sig, rosalega hafa þessir strákar stækkað maður þekkti varla helmingin af þeim !