fimmtudagur, maí 23, 2002
Túmatsósa\\\
Uss, hvað það fer í taugarnar á mér þegar ég fæ mér HomeMade pylsu og túmatsósan hefur kannski legið óhreyfð í viku og þegar maður ætlar að skella sósunni á pylsuna þá rennur fyrst svona rautt vatn í brauðið áður en sjálf sósan kemur út úr flöskunni ! Skrítið að það sé ekki búið að finna upp einhverja tækni eða leið til þess að sporna við þessu, spurning hvort hægt sé að auka örlítið við rotvarnarskammtinn í tómatsósunni ! En þið vitið hvað þeir segja í auglýsingunni....100%náttúruafurð !