föstudagur, maí 10, 2002
Sorry aðdáendur\\\
Nú er ég ekki búin að blogga í u.þ.b. 2 daga og síminn hefur einfaldlega ekki stoppað. Allar línur algerlega rauðglóandi, enda frægð mín orðin gríðaleg ! Nú er ég komin í Linkabunkann hans Toggímons, Vals og svo var kom bara rosa mynd af mér og Gumma á gummijoh.net ! Ég er svo aldeilis hlessa ! Annars er ég að fara klára þessi blessuðu próf á mánudag, svo vorum við strákarnir að pælí sumarbústaðaferð næstu helgi. Þannig að það er allt að gerast ! En fyrir þá sem búnir eru í prófum, luma ég á einu stk leik handa ykkur sem er alveg magnaður fjandi og þú getur farið í hann akkúrat hérna --> PingPong !
Svo vil ég minna á nýja fasta liðnum hérna á síðunni eða Auglýsing Vikunnar á morgun ! Takk fyrir mig strákar !!