mánudagur, maí 06, 2002
Orðinn ennþá frægari\\\
Já, frægð mín ætlar ekki að hætta vaxa ! Mér var litið til hans Freysa áðan og hvað haldiði...,,nú var hann Binni litli Sörensen að byrja að blogga, til hamingju með það góðir landsmenn!!!'' stóð á síðunni ! Þessi markaðsetning hans Nessa sló bara öll met, og ég sem hélt að hún myndi ekki ná neinum árangri...kjáninn ég !
Takk enn og aftur Herra Hannes !
Vissuði það að nú ætlar Stöð2 að byrja sýna "Leiðin Til HM" allan næsta mánuð, og ekki nóg með það, heldur verður þessi svo kallaða "upphitun" kl. 18:00 alla virka daga ! Hvað á ég þá að gera ? Ég sem hef svo gaman af Seinfeld og félögum !